Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 21. desember 2025 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Albert skoraði í stórsigri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ítalska boltanum. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem vann stórsigur á Udinese.

Maduka Okoye markvörður Udinese lét reka sig af velli snemma leiks eftir herfilega misheppnað úthlaup af marklínunni í tilraun til að stöðva Moise Kean sem var að sleppa í gegn.

Tíu leikmenn Udinese réðu ekki við Fiorentina og tóku heimamenn forystuna með marki úr aukaspyrnu frá Rolando Mandragora á 21. mínútu. Eftir skemmtilega útfærslu spyrnti Mandragora boltanum mjög fast og lágt á mitt markið þar sem varamarkvörðurinn Razvan Sava átti að gera betur í að stöðva boltann.

Albert tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Hann smurði boltann laglega upp í samskeytin eftir að hafa skilið varnarmenn Udinese eftir með hælana í jörðinni með frábærum snúningi rétt utan teigs.

Sjáðu markið

Cher Ndour setti þriðja mark Fiorentina og gerði Moise Kean svo tvennu í síðari hálfleik, svo lokatölur urðu 5-1.

Þetta er kærkominn sigur fyrir botnlið Fiorentina sem er núna með 9 stig eftir 16 umferðir. Udinese er um miðja deild með 21 stig.

Fyrr í dag gerðu Cagliari og Pisa 2-2 jafntefli. Nýliðar Pisa jöfnuðu á 89. mínútu til að bjarga stigi í fallbaráttunni.

Torino hafði þá betur gegn nýliðum Sassuolo. Nikola Vlasic, fyrrum leikmaður Everton og West Ham, skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Fiorentina 5 - 1 Udinese
1-0 Rolando Mandragora ('21 )
2-0 Albert Gudmundsson ('42 )
3-0 Cher Ndour ('45+5 )
4-0 Moise Kean ('56 )
4-1 Oumar Solet ('66 )
5-1 Moise Kean ('68 )
Rautt spjald: Maduka Okoye, Udinese ('8)

Cagliari 2 - 2 Pisa
0-1 Matteo Tramoni ('45 , víti)
1-1 Michael Folorunsho ('59 )
2-1 Semih Kilicsoy ('71 )
2-2 Stefano Moreo ('89 )

Sassuolo 0 - 1 Torino
0-1 Nikola Vlasic ('66 , víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
10 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
11 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
12 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
13 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner
banner
banner