Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 21. desember 2025 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Dramatískt sigurmark í Genúa
Mynd: EPA
Genoa 0 - 1 Atalanta
0-1 Isak Hien ('94)
Rautt spjald: Nicola Leali, Genoa ('3)

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa og lék allan leikinn á heimavelli gegn Atalanta í lokaleik dagsins í ítalska boltanum.

Nicola Leali markvörður Genoa var rekinn af velli á þriðju mínútu leiksins þegar hann óð langt út úr vítateig og braut af sér.

Tíu leikmenn Genoa vörðust frábærlega og sköpuðu sér færi til að skora í jöfnum leik. Mikael stóð sig vel og mátti varla sjá að heimamenn væru leikmanni færri.

Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli tókst sænska miðverðinum Isak Hien að skora eftir hornspyrnu frá Nicola Zalewski í uppbótartíma. Þetta reyndist sigurmark leiksins.

Genoa er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir þetta tap, með 14 stig eftir 16 umferðir. Atalanta er með 22 stig.
Athugasemdir
banner