Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 21. desember 2025 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Katla á skotskónum í bikarsigri - Sandra María hetja Köln
Kvenaboltinn
Mynd: Fiorentina
Katla Tryggvadóttir var á skotskónum þegar Fiorentina komst áfram í átta liða úrslit ítalska bikarsins í dag.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni. Katla skoraði mark Fiorentina og skoraði einnig í vítaspyrnukeppninni sem fór 4-2. Iris Ómarsdóttir var einnig í byrjunarliði Fiorentina.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í byrjunarliði Inter sem vann Como 2-1 en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í hópnum.

Ingibjörg Sigurðardóttir var á bekknum þegar Freiburg vann Werder Bremen 3-0 í þýsku deildinni. Sandra María jessen var hetja Köln þegar liðið vann Leipzig 1-0. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Leipzig.

Freiburg er í 6. sæti með 23 stig eftir 14 umferðir, Köln er i 8. sæti með 21 stig og Leipzig er í 11. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner