Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool óttist að Alexander Isak verði lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut í sigrinum gegn Tottenham í gær.
Liverpool vann leikinn 2-0 en Isak kom inn á sem varamaður og skoraði tíu mínútum síðar. Hann meiddist hins vegar á fæti um leið og þurfti að fara af velli.
Liverpool vann leikinn 2-0 en Isak kom inn á sem varamaður og skoraði tíu mínútum síðar. Hann meiddist hins vegar á fæti um leið og þurfti að fara af velli.
Talið er að hann verði lengi frá en hann fer í myndatöku í dag.
Isak gekk til liðs við Liverpool frá Newcastle síðasta sumar fyrir 125 milljónir punda en hann er dýrasti leikmaður í sögu deildarinnar. Hann hefur átt erfitt uppdráttar en markið gegn Tottenham var aðeins annað markið hans í deildinni.
Athugasemdir




