Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   sun 21. desember 2025 17:24
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barca vann toppbaráttuslaginn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Villarreal 0 - 2 Barcelona
0-1 Raphinha ('12, víti)
0-2 Lamine Yamal ('63)
Rautt spjald: Renato Veiga, Villarreal ('39)

Villarreal og Barcelona mættust í toppbaráttunni í spænska boltanum í dag og tóku gestirnir frá Barcelona forystuna snemma leiks. Raphinha gerði mjög vel að klobba Santi Comesana innan vítateigs og fiska þannig brot. Brasilíumaðurinn steig sjálfur á vítapunktinn og skoraði til að taka forystuna.

Heimamenn voru sterkari aðilinn eftir markið og fengu nokkur góð færi til að jafna metin, en tókst það ekki. Róðurinn þyngdist þegar Renato Veiga fékk beint rautt spjald fyrir heimskulega tæklingu og var staðan 0-1 í leikhlé.

Ellefu leikmenn Barca voru hættulegri í síðari hálfleiknum en tíu heimamenn fengu þó sín færi. Lamine Yamal gerði vel að tvöfalda forystuna á 63. mínútu og reyndist það lokamark leiksins.

Barcelona er með 46 stig eftir 18 umferðir, fjórum stigum meira heldur en Real Madrid sem situr í öðru sæti.

Villarreal er í fjórða sæti með 35 stig og tvo leiki til góða. Villarreal hafði unnið sex deildarleiki í röð fyrir tapið í dag. Barca er komið með átta sigra í röð í La Liga.

Bæði lið mæta aftur til leiks í spænsku deildinni 3. janúar. Barcelona heimsækir nágranna sína í liði Espanyol á meðan Villarreal fer til Elche.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
11 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
12 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
13 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
14 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
15 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner