Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
banner
   sun 21. desember 2025 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Elche og Betis röðuðu inn mörkum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Síðustu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum þar sem Elche og Real Betis unnu sannfærandi á heimavöllum sínum.

Elche fór létt með Rayo Vallecano og var Álvaro Rodríguez aðalmaðurinn með eitt mark og tvær stoðsendingar. Lokatölur 4-0.

Elche er um miðja deild með 22 stig eftir 17 umferðir, fjórum stigum fyrir ofan Vallecano.

Real Betis tók þá á móti Getafe og gerði Aitor Ruibal fyrstu tvö mörk leiksins. Antony lagði fyrsta markið upp og svo innsigluðu fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Cucho Hernández og Pablo Fornals sigurinn.

Hernández skoraði og lagði upp í seinni hálfleiknum svo lokatölur urðu 4-0. Borja Mayoral klúðraði vítaspyrnu fyrir gestina undir lokin.

Betis er í sjötta sæti La Liga með 28 stig eftir 17 umferðir, tveimur stigum frá Espanyol í Evrópudeildarsæti.

Getafe situr eftir með 20 stig.

Elche 4 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Hector Fort ('6 )
2-0 Alvaro Rodriguez ('67 )
3-0 German Valera ('70 )
4-0 Martim Neto ('91 )

Betis 4 - 0 Getafe
1-0 Aitor Ruibal ('16 )
2-0 Aitor Ruibal ('49 )
3-0 Pablo Fornals ('52 )
4-0 Cucho Hernandez ('60 )
4-0 Borja Mayoral ('89 , Misnotað víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
11 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
12 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
13 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
14 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
15 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner
banner