Girona 0 - 3 Atletico Madrid
0-1 Koke ('13 )
0-2 Conor Gallagher ('38 )
0-3 Antoine Griezmann ('90 )
0-1 Koke ('13 )
0-2 Conor Gallagher ('38 )
0-3 Antoine Griezmann ('90 )
Atletico Madrid skaust upp í 3. sæti spænsku deildarinnar með sigri gegn Girona í dag.
Koke kom Atletico yfir með glæsilegu marki. Boltinn fór af varnarmanni og Koke þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teiginn.
Conor Gallagher kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og hann bætti öðru markinu við undir lok hálfleiksins. Antoine Griezmann innsiglaði sigurinn í blálokin eftir laglega sókn.
Atletico Madrid komst upp fyrir Villarreal í 3. sæti deildarinnar. Atletico er með 37 stig, tveimur stigum á undan Villarreal sem er að spila gegn Barcelona þessa stundina. Girona er í 18. sæti með 15 stig.
Athugasemdir




