Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 21. desember 2025 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Auðvelt fyrir Bayern - Jafnt í Mainz
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net
Það fóru tveir leikir fram í þýska boltanum í dag sem voru síðustu leikirnir fyrir vetrarfrí. Leikmenn fá þriggja vikna frí yfir hátíðarnar áður en þýska deildin fer aftur af stað í janúar.

Þýskalandsmeistarar Bayern rúlluðu yfir Heidenheim og skiptu leikmenn liðsins mörkunum bróðurlega á milli sín. Josip Stanisic skoraði og lagði upp og svo komust fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Michael Olise, Luis Díaz og Harry Kane allir á blað.

Lokatölur urðu 0-4 fyrir Bayern sem er enn taplaust og með níu stiga forystu. Lærlingar Vincent Kompany eru með 41 stig eftir 15 umferðir. Heidenheim er í fallsæti með 11 stig.

Fyrr í dag gerðu Mainz og St. Pauli markalaust jafntefli í botnslagnum. Mainz er áfram á botninum með 8 stig, fjórum stigum á eftir St. Pauli.

Mainz fékk bestu færin en tókst ekki að skora í tíðindalitlum leik.

Heidenheim 0 - 4 FC Bayern
0-1 Josip Stanisic ('15 )
0-2 Michael Olise ('32 )
0-3 Luis Diaz ('86 )
0-4 Harry Kane ('92 )

Mainz 0 - 0 St. Pauli
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner