Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   mán 22. febrúar 2021 13:00
Enski boltinn
„Allt sem hefur getað klikkað hefur klikkað"
Liverpool hefur tapað fjórum heimaleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni en það hefur ekki gerst hjá liðinu síðan 1923. Ef Liverpool tapar gegn Chelsea á heimavelli í næstu viku verður það versta taphrinan í sögu félagsins á heimavelli.

Einar Matthías Kristjánsson, Magnús Þór Jónsson og Sigursteinn Brynjólfsson frá kop.is mættu í hlaðvarpsþáttinn „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag og fóru yfir málefni Liverpool sem og aðra leiki helgarinnar.

„Þetta hefur verið hrein hörmung og allt sem hefur getað klikkað hefur klikkað. Í síðustu tíu leikjum er Liverpool í 17. sæti í form töflunni. Maður vonar að botninum sé náð með tapi gegn Everton á heimavelli," sagði Einar Matthías í þættinum í dag.

„Liðið virðist koma orkulaust inn í leikina á Anfield," sagði Magnús Þór Jónsson. „Við erum að fara úr því á tveimur mánðum að vera lið sem sló öll góðu metin í að vera með sögulegan lélegan árangur á heimavelli. Það er rosalega lítil orka á Anfield og munurinn á leiknum gegn Leipzig og leiknum um helgina. Menn komu inn í leikinn um helgina á öfugri löpp."

Sigursteinn Brynjólfsson sagði: „Það er ansi mikið úræðaleysi í gangi. Það virðist enginn ná að spila miðvarðastöðuna á æfingum án þess að meiðast. Það breytir ekki því að það sem maður hefur mestar áhyggjur af til lengri tíma litið er þetta getuleysi fram á við. Framherjarnir eru allir ískaldir og þegar þeir eru á þeim stað þá koma engin mörk því miðjan hefur ekki verið að skila neinu inn þegar kemur að mörkum og nánast ekki stoðsendingum heldur."

Sjá einnig:
Liverpool jafnaði met - Fjórir tapleikir í röð eftir 68 án taps

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
6 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner