Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   mán 22. apríl 2024 23:55
Elvar Geir Magnússon
Lautaro: Höldum partí sem mun ekki ljúka í kvöld
Lautaro fagnaði af mikilli innlifun í kvöld.
Lautaro fagnaði af mikilli innlifun í kvöld.
Mynd: EPA
Lautaro Martínez sóknarmaður Inter fagnaði af mikilli innlifun í kvöld eftir að Inter innsiglaði ítalska meistaratitilinn með 2-1 sigri gegn grönnum sínum í AC Milan.

Inter hefur haft geigvænlega yfirburði í ítölsku A-deildinni þetta tímabilið. Með sigrinum í kvöld er Inter með sautján stiga forystu þegar liðið á fimm leiki eftir og titillinn kominn í hús

„Ég græt gleðitárum því við höfum lagt svo mikið á okkur, við höfum þjást og eigum þessa gleði skilið. Ég tileinka þetta fjölskyldu minni í Argentínu, börnunum mínum, liðsfélögum og stuðningsmönnum," sagði Lautaro í sigurvímu.

Þetta er annar Ítalíumeistaratitill Lautaro með Inter en hans fyrsti sem fyrirliði liðsins.

„Þetta hefur svo mikla þýðingu, að vinna þennan titil með þessum mögnuðu liðsfélögum. Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Við höfum unnið bikara og viljum vinna miklu fleiri. Núna gleðjumst við og höldum partí sem mun ekki ljúka í kvöld!"


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 38 29 7 2 89 22 +67 94
2 Milan 38 22 9 7 76 49 +27 75
3 Juventus 38 19 14 5 54 31 +23 71
4 Atalanta 37 21 6 10 70 39 +31 69
5 Bologna 38 18 14 6 54 32 +22 68
6 Roma 38 18 9 11 65 46 +19 63
7 Lazio 38 18 7 13 49 39 +10 61
8 Fiorentina 37 16 9 12 58 44 +14 57
9 Napoli 38 13 14 11 55 48 +7 53
10 Torino 38 13 14 11 36 36 0 53
11 Genoa 38 12 13 13 45 45 0 49
12 Monza 38 11 12 15 39 51 -12 45
13 Verona 38 9 11 18 38 51 -13 38
14 Lecce 38 8 14 16 32 54 -22 38
15 Udinese 38 6 19 13 37 53 -16 37
16 Empoli 38 9 9 20 29 54 -25 36
17 Cagliari 38 8 12 18 42 68 -26 36
18 Frosinone 38 8 11 19 44 69 -25 35
19 Sassuolo 38 7 9 22 43 75 -32 30
20 Salernitana 38 2 11 25 32 81 -49 17
Athugasemdir
banner
banner