Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. maí 2022 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Dýrmætur sigur fyrir Keflavík
Mynd: Keflavík

Keflavík 2 - 1 FH
1-0 Patrik Jóhannesson ('12)
1-1 Matthías Vilhjálmsson ('24)
2-1 Dani Hatakka ('28)


Keflavík tók á móti FH í fyrsta leik kvöldsins í Bestu deild karla og tók forystuna snemma leiks þegar Patrik Jóhannesson skoraði með frábæru skoti eftir sendingu frá Kian Williams. Markið skrifast að stórum hluta á Lasse Petry og Finn Orra Margeirsson sem töpuðu boltanum klaufalega.

FH tók að sækja og var ekki lengi að gera jöfnunarmark eftir nokkrar hættulegar sóknir, Matthías Vilhjálmsson skoraði eftir fasta fyrirgjöf frá Vuk Oskar Dimitrijevic og staðan orðin 1-1 á 24. mínútu.

Fjórum mínútum síðar komust heimamenn þó yfir á nýjan leik þegar Dani Hatakka skallaði hornspyrnu í netið og Keflavík leiddi 2-1.

FH reyndi að svara fyrir sig en vörn Keflvíkinga var þétt og varði Sindri Kristinn Ólafsson þegar hans var þarfnast þrátt fyrir að hafa sýnt smá óöryggi í leiknum.

Sindri Kristinn bjargaði sínum mönnum í tvígang í síðari hálfleik og tókst Keflvíkingum að halda Hafnfirðingum í skefjum. Lokatölur 2-1 og dýrmætur sigur Keflavíkur staðreynd.

Keflavík og FH eru núna jöfn með sjö stig en FH á leik til góða.

Sjáðu textalýsinguna


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner