Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2023 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nikolaj jafnaði met - „Reyni að krossa þegar ég sé andlitið á honum"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen jafnaði í gær met Heimis Karlssonar yfir flest mörk fyrir Víking í efstu deild frá upphafi.

Nikolaj, sem hefur spilað með Víkingum frá 2017, hefur núna skorað 37 mörk fyrir félagið í efstu deild.

Hann skoraði seinna mark Víkings í 1-2 sigri gegn HK í Kórnum í gær. Nikolaj er nú þegar búinn gera fjögur mörk í átta leikjum í Bestu deildinni í sumar.

„Hann er geggjaður. Þegar ég lít í boxið þá reyni ég að krossa þegar ég sé andlitið á honum þarna. Hann er alvöru skepna í boxinu, hann kann að skalla þetta eins og hann gerði í markinu í dag," sagði Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, eftir leikinn gegn HK í gær.

Nikolaj, sem tók við fyrirliðabandinu hjá Víkingum fyrir sumarið, skoraði mest sumarið 2021 þegar liðið varð Íslandsmeistari; þá gerði hann 16 mörk í 21 leik.


Birnir elskar að spila í Kórnum - „Síðasta tímabil var lærdómur"
Athugasemdir
banner
banner
banner