Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Motta að samþykkja samning frá Juventus
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að ítalski þjálfarinn Thiago Motta mun samþykkja þriggja ára samningstilboð frá Juventus á næstu sólarhringum.

Motta hefur gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Bologna og er Juve í þjálfaraleit eftir að hafa rekið Massimiliano Allegri úr starfi á dögunum.

Motta hefur verið efstur á óskalista stjórnenda Juventus undanfarna mánuði og mun hann samþykkja tilboð félagsins eftir að hafa átt viðræður bæði við stjórnina hjá Juve og Bologna á síðustu dögum.

Hann mun tilkynna stjórnendum Bologna ákvörðun sína á næstu dögum og fær hann þriggja ára samning hjá Juve sem er um 15 milljón evra virði.
Athugasemdir
banner
banner