Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 22. maí 2024 21:51
Fótbolti.net
Sjáðu stórkostlega vörslu Árna Marinós - Bjargaði stigi fyrir ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Marinó Einarsson markvörður bjargaði stigi fyrir ÍA þegar hann varði á magnaðan hátt frá Viktor Bjarka Daðasyni úr sannkölluðu dauðafæri í lok 1-1 jafnteflisins gegn Fram í Bestu deildinni í gær.

„Mómentið í þessum leik er þegar Fram fær dauðafærið í lokin og hefði átt að skora flautusigurmark," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Árni Marinó ver þetta mjög vel. Þetta var rosalegt móment," segir Valur Gunnarsson en strax eftir vörsluna var flautað til leiksloka.

Vörsluna má sjá hér að neðan en Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var auðvitað ánægður með sinn mann.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann, þessi markvarsla hérna í restina var náttúrulega bara stórkostleg, ekkert minna en það. Hann bjargaði stigi fyrir okkur hérna í dag," sagði Jón Þór eftir leikinn.


Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner