Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildu að boltasækjararnir hefðu boltann hjá sér
Árni var ekki kátur með það að fá ekki boltann strax f?a boltasækjurunum.
Árni var ekki kátur með það að fá ekki boltann strax f?a boltasækjurunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í gær þegar markvörðurinn Árni Snær Ólafsson skammaðist í boltasækjurunum í leik Stjörnunnar gegn Breiðabliki.

Árni vill vera fljótur að koma boltanum í leik eftir að hann fer út fyrir endalínuna. Hann hefur brugðið á það ráð þegar Stjarnan er í sókn að biðja um bolta frá boltasækjurunum og leggja hann við stöngina hjá sér til að sá bolti sé klár þegar þarf að taka næstu markspyrnu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Fótbolti.net fékk þá ábendingu að slíkt sé ekki leyfilegt. Boltinn skal vera hjá boltasækjara þar til boltinn fer af velli. Einungis einn aukabolti er fyrir aftan markið og sú staða getur komið upp að mótherjinn vilji taka hornspyrnu snöggt. Það séu minni líkur á því að það sé hægt ef fyrst þarf að sækja boltann til markvarðarins, Árna í þessu tilviki, í markinu áður en hægt sé að taka spyrnuna, í stað þess að fá boltann strax frá boltasækjara.

Í ábendingunni kom einnig fram að boltasækjurum hafi ekki verið fyrirskipað að vera lengi að koma boltanum til Árna heldur einungis að láta hann ekki hafa annan bolta fyrr en hinn boltinn færi úr leik.

„Ég veit bara að þeir sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt, sem er örugglega klókt en svo finnst mönnum ýmislegt um það. Allt í lagi að nota heimavöllinn sinn en ég held að við munum ekki nota þetta," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net eftir leik aðspurður um atvikið.
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner
banner