Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 22. júní 2024 14:16
Ívan Guðjón Baldursson
Kaupmannahöfn fær markvörð frá West Ham (Staðfest)
Mynd: West Ham
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
FC Kaupmannahöfn er búið að næla sér í enska markvörðinn Nathan Trott frá West Ham United.

Trott gerir fjögurra ára samning við FCK og fær treyju númer 1. Hann mun berjast við Rúnar Alex Rúnarsson um byrjunarliðssæti hjá félaginu.

Trott er 25 ára gamall og hefur verið meðal bestu markvarða danska boltans síðustu tvö tímabil, þegar hann lék á láni hjá Vejle í efstu og næstefstu deild.

Hinn 29 ára gamli Rúnar Alex gekk til liðs við FCK í febrúar og vonaðist til að verða arftaki Kamil Grabara, sem er á leið til Wolfsburg um mánaðamótin, sem aðalmarkvörður félagsins.

Samningur Rúnars við FCK rennur út eftir þrjú ár og verður áhugavert að sjá hvort Rúnari takist að hafa betur gegn Trott í baráttunni um byrjunarliðssæti.


Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Athugasemdir
banner
banner