Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mið 22. júlí 2020 23:50
Sverrir Örn Einarsson
Gaui Þórðar: Ekkert gaman á svona kvöldum
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó.
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson sneri aftur á hliðarlínuna í íslenska boltanum þegar hann stýrði Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta sinn gegn Leikni R. á Domusnovavellinum í Breiðholti fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að Guðjón hafi ekki fengið neina draumabyrjun en lokatölur urðu 5-0 og ærið verkefni bíður Guðjóns að rífa Víkinga upp fyrir næsta leik.
Guðjón mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  0 Víkingur Ó.

„Það var nú ekki stefnt að þessu. En við vissum svo sem að við myndum fá erfiðan leik á móti Leikni og Leiknir spilaði vel og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við skutum okkur nokkrum sinnum í fótinn og það kostaði okkur svo sannarlega.“

Guðjón er nýtekin við Víkingum eins og flestum sem fylgjast með knattspyrnu ætti að vera ljóst og hefur ekki haft mikin tíma með liðinu til að koma sínu handbragði á það. Sér hann möguleika í hópnum eða telur hann að bæta þurfi við þegar glugginn opnar?

„Ég þarf bara að meta stöðuna. Nú fær maður kærkomið tækifæri til þess. Við tókum tvær taktískar æfingar á mánudag og þriðjudag til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og það voru einstaklingsmistök sem gengu gegn okkur snemma leiks og þegar þú færð mark á þig í byrjun seinni hálfleiks eftir tvær mínútur þá er mjög erfitt eftir 3-0. Það kom í ljós að það voru margir sem að hengdu haus og það var erfitt. Þetta var svona ákveðið test og maður verður að lesa í hópinn og meta stöðuna hvað verður gert. “

Guðjón er að snúa aftur eftir átta ára fjarveru úr íslenskum fótbolta og semur við Víkinga út tímabilið. En sér hann þetta fyrir sér sem langtímaverkefni?

„Ég er bara ekki einu sinni komin þangað og er ekki farinn að hugsa svona langt. Ég er bara rétt í hverri viku fyrir sig og var að byrja núna og við verðum bara að sjá hver staðan verður. Þetta verður tekið viku fyrir viku fram á haust og undirbúið fyrir hvern leik. Leikirnir koma í hrúgu og það er lítill tími til undirbúnings og það verður að takast á við það og vinna úr því eins vel og nokkur kostur er. Svo verðum við bara að taka stöðuna í haust.“

Þrátt fyrir tap í dag og svekkelsið sem því fylgir hvernig er tilfinningin að snúa aftur í boltann?

„Það er alltaf gaman í boltanum en ég get alveg viðurkennt að það er ekkert gaman á svona kvöldum eins og í kvöld. Þetta særir mann og maður keppist bara við að bæta það og reyna að laga það sem til þarf fyrir næsta leik. Það er stutt í næsta leik og vonandi náum við að stilla okkur saman fyrir þann leik því það eru allir leikir í þessari deild erfiðir.“

Sagði Guðjón Þórðarson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner