Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
   mið 22. júlí 2020 23:50
Sverrir Örn Einarsson
Gaui Þórðar: Ekkert gaman á svona kvöldum
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó.
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson sneri aftur á hliðarlínuna í íslenska boltanum þegar hann stýrði Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta sinn gegn Leikni R. á Domusnovavellinum í Breiðholti fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að Guðjón hafi ekki fengið neina draumabyrjun en lokatölur urðu 5-0 og ærið verkefni bíður Guðjóns að rífa Víkinga upp fyrir næsta leik.
Guðjón mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  0 Víkingur Ó.

„Það var nú ekki stefnt að þessu. En við vissum svo sem að við myndum fá erfiðan leik á móti Leikni og Leiknir spilaði vel og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við skutum okkur nokkrum sinnum í fótinn og það kostaði okkur svo sannarlega.“

Guðjón er nýtekin við Víkingum eins og flestum sem fylgjast með knattspyrnu ætti að vera ljóst og hefur ekki haft mikin tíma með liðinu til að koma sínu handbragði á það. Sér hann möguleika í hópnum eða telur hann að bæta þurfi við þegar glugginn opnar?

„Ég þarf bara að meta stöðuna. Nú fær maður kærkomið tækifæri til þess. Við tókum tvær taktískar æfingar á mánudag og þriðjudag til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og það voru einstaklingsmistök sem gengu gegn okkur snemma leiks og þegar þú færð mark á þig í byrjun seinni hálfleiks eftir tvær mínútur þá er mjög erfitt eftir 3-0. Það kom í ljós að það voru margir sem að hengdu haus og það var erfitt. Þetta var svona ákveðið test og maður verður að lesa í hópinn og meta stöðuna hvað verður gert. “

Guðjón er að snúa aftur eftir átta ára fjarveru úr íslenskum fótbolta og semur við Víkinga út tímabilið. En sér hann þetta fyrir sér sem langtímaverkefni?

„Ég er bara ekki einu sinni komin þangað og er ekki farinn að hugsa svona langt. Ég er bara rétt í hverri viku fyrir sig og var að byrja núna og við verðum bara að sjá hver staðan verður. Þetta verður tekið viku fyrir viku fram á haust og undirbúið fyrir hvern leik. Leikirnir koma í hrúgu og það er lítill tími til undirbúnings og það verður að takast á við það og vinna úr því eins vel og nokkur kostur er. Svo verðum við bara að taka stöðuna í haust.“

Þrátt fyrir tap í dag og svekkelsið sem því fylgir hvernig er tilfinningin að snúa aftur í boltann?

„Það er alltaf gaman í boltanum en ég get alveg viðurkennt að það er ekkert gaman á svona kvöldum eins og í kvöld. Þetta særir mann og maður keppist bara við að bæta það og reyna að laga það sem til þarf fyrir næsta leik. Það er stutt í næsta leik og vonandi náum við að stilla okkur saman fyrir þann leik því það eru allir leikir í þessari deild erfiðir.“

Sagði Guðjón Þórðarson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner