Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 22. júlí 2020 23:50
Sverrir Örn Einarsson
Gaui Þórðar: Ekkert gaman á svona kvöldum
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó.
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson sneri aftur á hliðarlínuna í íslenska boltanum þegar hann stýrði Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta sinn gegn Leikni R. á Domusnovavellinum í Breiðholti fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að Guðjón hafi ekki fengið neina draumabyrjun en lokatölur urðu 5-0 og ærið verkefni bíður Guðjóns að rífa Víkinga upp fyrir næsta leik.
Guðjón mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  0 Víkingur Ó.

„Það var nú ekki stefnt að þessu. En við vissum svo sem að við myndum fá erfiðan leik á móti Leikni og Leiknir spilaði vel og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við skutum okkur nokkrum sinnum í fótinn og það kostaði okkur svo sannarlega.“

Guðjón er nýtekin við Víkingum eins og flestum sem fylgjast með knattspyrnu ætti að vera ljóst og hefur ekki haft mikin tíma með liðinu til að koma sínu handbragði á það. Sér hann möguleika í hópnum eða telur hann að bæta þurfi við þegar glugginn opnar?

„Ég þarf bara að meta stöðuna. Nú fær maður kærkomið tækifæri til þess. Við tókum tvær taktískar æfingar á mánudag og þriðjudag til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og það voru einstaklingsmistök sem gengu gegn okkur snemma leiks og þegar þú færð mark á þig í byrjun seinni hálfleiks eftir tvær mínútur þá er mjög erfitt eftir 3-0. Það kom í ljós að það voru margir sem að hengdu haus og það var erfitt. Þetta var svona ákveðið test og maður verður að lesa í hópinn og meta stöðuna hvað verður gert. “

Guðjón er að snúa aftur eftir átta ára fjarveru úr íslenskum fótbolta og semur við Víkinga út tímabilið. En sér hann þetta fyrir sér sem langtímaverkefni?

„Ég er bara ekki einu sinni komin þangað og er ekki farinn að hugsa svona langt. Ég er bara rétt í hverri viku fyrir sig og var að byrja núna og við verðum bara að sjá hver staðan verður. Þetta verður tekið viku fyrir viku fram á haust og undirbúið fyrir hvern leik. Leikirnir koma í hrúgu og það er lítill tími til undirbúnings og það verður að takast á við það og vinna úr því eins vel og nokkur kostur er. Svo verðum við bara að taka stöðuna í haust.“

Þrátt fyrir tap í dag og svekkelsið sem því fylgir hvernig er tilfinningin að snúa aftur í boltann?

„Það er alltaf gaman í boltanum en ég get alveg viðurkennt að það er ekkert gaman á svona kvöldum eins og í kvöld. Þetta særir mann og maður keppist bara við að bæta það og reyna að laga það sem til þarf fyrir næsta leik. Það er stutt í næsta leik og vonandi náum við að stilla okkur saman fyrir þann leik því það eru allir leikir í þessari deild erfiðir.“

Sagði Guðjón Þórðarson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir