Heimir Guðjónsson þjálfari FH var ánægður með að ná jafntefli gegn ÍA í kvöld þar sem liðið hans skoraði jöfnunarmarkið á 94. mínútu leiksins. Leikurinn var spilaður á Kaplakrikavelli heimavelli FH og endaði 1-1.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 ÍA
„Þetta var bara eins og við áttum von á, baráttuleikur. Kannski það sem að stendur upp úr er að við sýndum sterkan karakter að koma til baka og jafna leikinn á mót sterku ÍA liði. Við vorum í sjálfu sér pínu klaufar að vinna ekki leikinn, við áttum síðustu 15-20 mínúturnar með húð og hári, og fengum slatta af möguleikum. Vonbrigðin eru þau að varnarlega slitnaði þetta of mikið í sundur hjá okkur og við vorum ekki með nógu gott jafnvægi fyrir aftan boltan. Hinrik var að komast í góðar stöður í plássi sem að Böddi (Böðvar Böðvarsson) skildi eftir sig, og Steinar Þorsteins var líka að vinna í svæðinu milli varnar og miðju, við réðum ekki nógu vel með það. Svo er kannski aðal málið er sóknarlega, þegar við töpuðum boltanum, þá vorum við ekki nógu góðir að vinna hann, og við vorum of mikið að spila boltanum til hliðar og til baka. Í staðin fyrir að spila fram á við og finna þessi svæði sem við töluðum um að nýta okkur en við náum ekki að gera nógu vel."
Fyrri hálfleikurinn var mikil skemmtun þrátt fyrir að engin mörk hafi verið skoruð. FH fékk nóg af færum til að skora þá en náði ekki að nýta sér það.
„Við fengum færi í fyrri hálfleik, en þeir fengu færi líka í fyrri hálfleiknum. Mig minnir að þeir hafi átt skot í slá. Það er alltaf vonbrigði að fá á sig mark eftir fast leikatriði, en eins og ég sagði, þá hentum við öllu fram þarna og sýndum karakter og náðum að koma til baka."
FH-ingar eru búnir að spila 5 heimaleiki í röð núna og þeir eru taplausir í þessum 5 leikjum Kaplakriki er að verða að alvöru gryfju.
„Vonandi (er hann að verða að gryju). Ef við ætlum okkur einhverja hluti, þá verður heimavöllurinn að gefa. Við erum að reyna að breyta því eins og kom fram fyrir mót, að mönnum finnist skemmtilegt að koma í Kaplakrika."
Heimir er góður vinur Harðar Magnússonar sem er faðir Hinriks markaskorara ÍA í dag. Heimir hrósaði Hinrik alveg sérstaklega.
„Mér fannst Hinrik bara góður í þessum leik, hann var að nýta hraðan sinn vel og var að komast í svæðin sem Böddi skildi eftir sig. Ég og Höddi erum góðir vinir, og við fáum okkur kaffi klukkan 11 á morgun og förum yfir málin."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.