Keflavík á toppnum
Keflvíkingar fóru í Mosfellsbæinn í 11.umferð Lengjudeildarinnar í dag og spiluðu hörkuleik við heimamenn í Aftureldingu. 2-2 var lokastaðan í fjörugum leik. Eysteinn, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok.
„Mér er efst í huga svekkelsi að missa þetta niður því mér fannst við algjörlega komnir með þetta. Við vissum að þeir voru að spila erfiðan leik, rétt eins og við, en þeir voru að ferðast líka. Þetta var algjörlega að ganga upp þegar við settum annað markið en þeir ná svo einni langri aukaspyrnu sem skoppar tvisvar í teignum og það eigum við ekki að sætta okkur við" Sagði Eysteinn meðal annars beint eftir leik.
„Mér er efst í huga svekkelsi að missa þetta niður því mér fannst við algjörlega komnir með þetta. Við vissum að þeir voru að spila erfiðan leik, rétt eins og við, en þeir voru að ferðast líka. Þetta var algjörlega að ganga upp þegar við settum annað markið en þeir ná svo einni langri aukaspyrnu sem skoppar tvisvar í teignum og það eigum við ekki að sætta okkur við" Sagði Eysteinn meðal annars beint eftir leik.
Nánar er rætt við Eystein í viðtalinu hér fyrir ofan og þar fer hann yfir markmið sumarsins, hugsanlegar breytingar á hópnum og nýjasta leikmann Keflavíkur sem kom á láni frá Stjörnunni.
Athugasemdir