De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 22. september 2023 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Gylfa vera ryðgaðan
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Vejle í danska boltanum í dag við mikinn fögnuð stuðningsmanna.


Tipsbladet skrifar um atvikið og segir meðal annars að stærsti fögnuður leiksins hafi ekki brotist út þegar mörkin voru skoruð, heldur þegar Gylfa Þór var skipt inná völlinn.

Gylfi byrjaði á að leika á nokkra leikmenn við fögnuð áhorfenda en Tipsbladet talar svo um ryðuna sem hefur myndast í skotfætinum eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá fótbolta.

Þar nefnir fréttamaður sérstaklega hornspyrnu á 76. mínútu sem Gylfi sendi yfir endalínuna, enda er það mjög ólíkt honum að klikka á föstu leikatriði. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig honum mun ganga eftir að hann kemst aftur í leikform.

Lyngby hefur farið vel af stað á nýju tímabili og er komið með 12 stig eftir 9 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner