Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 22. september 2025 22:54
Kári Snorrason
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti Val fyrr í kvöld í spennuþrungnum leik á Hlíðarenda. Breiðablik náði forystu snemma í síðari hálfleik. Valsmenn fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið á uppbótartímann, eftir að boltinn fór í hendina á Valgeiri Valgeirssyni í teig Breiðabliks. Valsarar skoruðu úr vítinu og jöfnuðu metin á dramatískan hátt. Valgeir Valgeirsson, sem er jafnframt afmælisbarn dagsins, mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

„Mjög erfiðar, svekkjandi að fá jöfnunarmark á okkur í lokin. Enn og aftur erum við yfir allan leikinn og með leikinn í okkar höndum svo missum við þetta frá okkur í lokin. Algjör óheppni og svekkjandi að fá boltann í hendina, ömurleg tilfinning.“

„Ég veit að ég fékk hann í hendina, ég veit ekki alveg hvernig stöðu ég var í. Það var allt í gangi þarna. Ekkert að kvarta yfir, ég veit að ég fékk hann í hendina. Ég verð að trúa að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun þarna.“

Breiðablik er í fjórða sæti deildarinnar, tíu stigum frá toppnum og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við erum að einbeita okkur að Evrópu. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að það sé hægt að ná í titilinn en Víkingar eru komnir helvíti langt á undan okkur núna þegar fjórir leikir eru eftir.“

Breiðabliksliðið hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið, á hún rétt á sér?

„Já, auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu miðað við gæðin í liðinu og hvað við getum. Við vitum hvað við getum og vonandi náum við að rífa okkur upp í næstu leikjum og taka sigur þar.“

Athugasemdir
banner