Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mán 22. september 2025 22:54
Kári Snorrason
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti Val fyrr í kvöld í spennuþrungnum leik á Hlíðarenda. Breiðablik náði forystu snemma í síðari hálfleik. Valsmenn fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið á uppbótartímann, eftir að boltinn fór í hendina á Valgeiri Valgeirssyni í teig Breiðabliks. Valsarar skoruðu úr vítinu og jöfnuðu metin á dramatískan hátt. Valgeir Valgeirsson, sem er jafnframt afmælisbarn dagsins, mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

„Mjög erfiðar, svekkjandi að fá jöfnunarmark á okkur í lokin. Enn og aftur erum við yfir allan leikinn og með leikinn í okkar höndum svo missum við þetta frá okkur í lokin. Algjör óheppni og svekkjandi að fá boltann í hendina, ömurleg tilfinning.“

„Ég veit að ég fékk hann í hendina, ég veit ekki alveg hvernig stöðu ég var í. Það var allt í gangi þarna. Ekkert að kvarta yfir, ég veit að ég fékk hann í hendina. Ég verð að trúa að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun þarna.“

Breiðablik er í fjórða sæti deildarinnar, tíu stigum frá toppnum og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við erum að einbeita okkur að Evrópu. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að það sé hægt að ná í titilinn en Víkingar eru komnir helvíti langt á undan okkur núna þegar fjórir leikir eru eftir.“

Breiðabliksliðið hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið, á hún rétt á sér?

„Já, auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu miðað við gæðin í liðinu og hvað við getum. Við vitum hvað við getum og vonandi náum við að rífa okkur upp í næstu leikjum og taka sigur þar.“

Athugasemdir
banner