Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 22. september 2025 22:54
Kári Snorrason
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti Val fyrr í kvöld í spennuþrungnum leik á Hlíðarenda. Breiðablik náði forystu snemma í síðari hálfleik. Valsmenn fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið á uppbótartímann, eftir að boltinn fór í hendina á Valgeiri Valgeirssyni í teig Breiðabliks. Valsarar skoruðu úr vítinu og jöfnuðu metin á dramatískan hátt. Valgeir Valgeirsson, sem er jafnframt afmælisbarn dagsins, mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

„Mjög erfiðar, svekkjandi að fá jöfnunarmark á okkur í lokin. Enn og aftur erum við yfir allan leikinn og með leikinn í okkar höndum svo missum við þetta frá okkur í lokin. Algjör óheppni og svekkjandi að fá boltann í hendina, ömurleg tilfinning.“

„Ég veit að ég fékk hann í hendina, ég veit ekki alveg hvernig stöðu ég var í. Það var allt í gangi þarna. Ekkert að kvarta yfir, ég veit að ég fékk hann í hendina. Ég verð að trúa að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun þarna.“

Breiðablik er í fjórða sæti deildarinnar, tíu stigum frá toppnum og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við erum að einbeita okkur að Evrópu. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að það sé hægt að ná í titilinn en Víkingar eru komnir helvíti langt á undan okkur núna þegar fjórir leikir eru eftir.“

Breiðabliksliðið hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið, á hún rétt á sér?

„Já, auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu miðað við gæðin í liðinu og hvað við getum. Við vitum hvað við getum og vonandi náum við að rífa okkur upp í næstu leikjum og taka sigur þar.“

Athugasemdir
banner