Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 22. september 2025 22:54
Kári Snorrason
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti Val fyrr í kvöld í spennuþrungnum leik á Hlíðarenda. Breiðablik náði forystu snemma í síðari hálfleik. Valsmenn fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið á uppbótartímann, eftir að boltinn fór í hendina á Valgeiri Valgeirssyni í teig Breiðabliks. Valsarar skoruðu úr vítinu og jöfnuðu metin á dramatískan hátt. Valgeir Valgeirsson, sem er jafnframt afmælisbarn dagsins, mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

„Mjög erfiðar, svekkjandi að fá jöfnunarmark á okkur í lokin. Enn og aftur erum við yfir allan leikinn og með leikinn í okkar höndum svo missum við þetta frá okkur í lokin. Algjör óheppni og svekkjandi að fá boltann í hendina, ömurleg tilfinning.“

„Ég veit að ég fékk hann í hendina, ég veit ekki alveg hvernig stöðu ég var í. Það var allt í gangi þarna. Ekkert að kvarta yfir, ég veit að ég fékk hann í hendina. Ég verð að trúa að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun þarna.“

Breiðablik er í fjórða sæti deildarinnar, tíu stigum frá toppnum og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við erum að einbeita okkur að Evrópu. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að það sé hægt að ná í titilinn en Víkingar eru komnir helvíti langt á undan okkur núna þegar fjórir leikir eru eftir.“

Breiðabliksliðið hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið, á hún rétt á sér?

„Já, auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu miðað við gæðin í liðinu og hvað við getum. Við vitum hvað við getum og vonandi náum við að rífa okkur upp í næstu leikjum og taka sigur þar.“

Athugasemdir
banner
banner