Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 22. nóvember 2017 12:23
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Geir Ottesen í Víking R. (Staðfest)
Sölvi við undirskriftina í dag.
Sölvi við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er genginn aftur í raðir Víkings í Reykjavík. Hann skrifaði undir þriggja ára samning. Þetta var staðfest á fréttamannafundi í Fossvoginum rétt í þessu.

Þessi 33 ára miðvörður lék með Víkingum áður en atvinnumannaferill hans erlendis hófst. Sölvi hóf atvinnumannsferilinn hjá Djurgarden í Svíþjóð 2004 og spilaði svo einnig með SönderjyskE og FC Kaupmannahöfn í Danmörku áður en hann hélt til Rússlands og svo til Kína og Tælands.

Á ferlinum hefur hann unnið sjö stóra titla á Norðurlöndunum og i Kína. Hann hefur spilað 28 landsleiki.

„Víkingur lýsir yfir mikilli ánægju með að Sölvi sé nú kominn aftur heim og stefni á að ljúka þessum glæsilega ferli á sama stað og hann hófst. Sölvi skrifar undir þriggja ára samning við Víking sem tekur gildi þegar núverandi samningi hans í Kína lýkur," segir í tilkynningu Víkinga.

Víkingar enduðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili. Logi Ólafsson heldur áfram sem þjálfari liðsins en Arnar Gunnlaugsson var á dögunum ráðinn aðstoðarmaður hans í stað Bjarna Guðjónssonar sem fór til KR til að verða aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar.


Athugasemdir
banner
banner