Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. nóvember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í umspilið í dag - Ungverjaland eða Rúmenía?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 11:00 á eftir kemur í ljós hvaða liði Ísland mætir í umspilinu fyrir lokakeppni EM 2020.

Með Íslandi í umspili A verða þrjá þjóðir af þessum fjórum: Búlgaría, Ísrael, Ungverjaland og Rúmenía. Á föstudag verður dregið um það hver af þeim fer í umspil C.

Ísland mætir þeirri þjóð sem er neðst í styrkleikaröðuninni, en tvær neðstu eru Ungverjaland og Rúmenía. Það þýðir að mótherjinn verður annað hvort Unverjaland eða Rúmenía.

Ísland spilar í undanúrslitum á Laugardalsvelli 26. mars, ef hægt er að spila á Laugardalsvelli, en dregið verður um það hvar úrslitaleikurinn verður spilaður.

Fótbolti.net mun auðvitað fylgjast vel með drættinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner