Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. nóvember 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Zlatan til Mourinho?
Powerade
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Maddison gæti framlengt við Leicester.
Maddison gæti framlengt við Leicester.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með föstudagsslúðrið!



Jose Mourinho, stjóri Tottenham, ætlar að reyna að fá Zlatan Ibrahimovic (38) til félagsins. (Telegraph)

Mourinho fær tvær milljónir punda í bónus ef hann nær Meistaradeildarsæti með Tottenham á þessu tímabili. (Sun)

Christopher Galtier, þjálfari Lille, hefur gagnrýnt Mourinho eftir að hann tók tvo menn í þjálfaralið sitt frá franska félaginu. (Evening Standard)

Barcelona hefur áhuga á að ráða Mauricio Pochettino til starfa. (Sun)

Leicester hefur hafið viðræður við miðjumanninn James Maddison (22) um nýjan samning. (Telegraph)

Lucas Torreira (23) mijðumaður Arsenal útilokar ekki að fara frá félaginu í janúar. (Mirror)

Aston Villa, Sheffield United og West Ham vilja fá argentínska kantmanninn Nicolas Gaitan en hann rennur út af samningi hjá Chicago Fire í næstu viku. (Guardian)

Framherji er efstur á óskalista Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, fyrir janúar gluggann. Solskjær er ásamt njósnurum sínum að búa til þriggja manna óskalista. (Evening Standard)

Atletico Madrid og AC Milan eru að berjast um Nemanja Matic (31) miðjumann Manchester United. (ESPN)

Mohamed Salah gæti misst af byrjun næsta tímabils með Liverpool þar sem landslið Egypta fer á Ólympíuleikana í Tokyo sem standa yfir frá 24. júlí-9. ágúst. (Mirror)

Gerard Pique (32) ætlar að enda feril sinn hjá Barcelona. (Mundo Deportivo)

Juan Cuadrado (31) hefur framlengt samning sinn við Juventus til 2022. ((Corriere dello Sport)

Watford ætlar ekki að taka upp nýtt merki félagsins þrátt fyrir keppni á dögunum þar sem yfir 4000 merki voru send inn. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner