Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 22. nóvember 2020 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Roma gekk frá Parma í fyrri - Inter með endurkomusigur
Sassuolo í toppsætið
Fjórum leikjum var rétt í þessu að ljúka í ítölsku Serie A. Roma, Inter, Bologna og Sassuolo unnu sigra í sínum leikjum.

Roma tók á móti Parma og kláraði leikinn í fyrri hálfleik. Henrikh Mkhitaryan skoraði tvö mörk fyrir Roma og Borja Mayoral skoraði eitt. Fyrra mark Mikka var sérstaklega glæsilegt, virkilega vel skotið eftir undirbúning Mayoral.

Inter lenti 0-2 undir gegn Torino en svaraði með fjórum mörkum í seinni hálfleik. Romelu Lukaku skoraði tvö og þeir Alexis Sanchez og Lautaro Martinez skoruðu sitthvort markið.

Bologna vann endurkomusigur á Sampdoria þar sem Bologna komst inn í leikinn eftir skrautlegt sjálfsmark. Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna.

Loks vann Sassuolo 0-2 útisigur á Verona sem skilar liðinu tímabundið í toppsæti deildarinnar, frábær byrjun á tímabilinu!

Fyrri úrslit í dag:
Ítalía: Inzaghi sótti þrjú stig gegn Prandelli

Inter 4 - 2 Torino
0-1 Simone Zaza ('45 )
0-2 Cristian Ansaldi ('62 , víti)
1-2 Alexis Sanchez ('64 )
2-2 Romelu Lukaku ('67 )
3-2 Romelu Lukaku ('84 , víti)
4-2 Lautaro Martinez ('90 )

Roma 3 - 0 Parma
1-0 Borja Mayoral ('28 )
2-0 Henrikh Mkhitaryan ('32 )
3-0 Henrikh Mkhitaryan ('40 )

Sampdoria 1 - 2 Bologna
1-0 Morten Thorsby ('7 )
1-1 Vasco Regini ('44 , sjálfsmark)
1-2 Riccardo Orsolini ('52 )

Verona 0 - 2 Sassuolo
0-1 Jeremie Boga ('42 )
0-2 Domenico Berardi ('75 )
Athugasemdir