Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. nóvember 2022 12:29
Elvar Geir Magnússon
Busquets vill ekki taka ákvörðun um hvort þetta sé hans síðasta HM
Sergio Busquets.
Sergio Busquets.
Mynd: Getty Images
Sergio Busquets, landsliðsfyrirliði Spánar, segir að hann muni ekki taka neina ákvörðun um það hvort þetta verði hans síðasta heimsmeistaramót.

Þessi 34 ára miðjumaður er að spila á sínu fjórða móti eftir að hafa unnið HM með Spánverjum 2010.

„Ég er virkilega ánægður með að vera hérna, sama númer hvaða mót þetta er. Ég mun ekki taka neina ákvörðun um framhaldið. Ég er kominn til að njóta og augljóslega er alveg möguleiki á að þetta verði mitt síðasta heimsmeistaramót," segir Busquets.

Spánn á fyrsta leik á HM á morgun, gegn Kosta Ríka. Liðinu hefur mistekist að vinna sinn fyrsta leik á síðustu þremur mótum.

Líklegt byrjunarlið Spánar gegn Kosta Ríka: Simon; Carvajal, Laporte, P Torres, Alba; Pedri, Busquets, Gavi; F Torres, Morata, Fati
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner