Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 12:40
Elvar Geir Magnússon
KSÍ skoðaði kosti í Skandinavíu áður en Murcia varð fyrir valinu
Icelandair
Leikvangurinn í Murcia.
Leikvangurinn í Murcia.
Mynd: Getty Images
Estadio Enrique Roca, heimavöllur Real Murcia.
Estadio Enrique Roca, heimavöllur Real Murcia.
Mynd: Getty Images
Framkvæmdir eru í gangi við Laugardalsvöll og íslenska karlalandsliðið getur ekki spilað heimaleik sinn gegn Kosóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars á komandi ári hér á landi.

Í síðasta mánuði tilkynnti KSÍ að leikið yrði í Murca á Spáni en það hefur lengi stefnt í að þurfa að færa leiki frá Íslandi vegna lélegra vallarmála.

Í fundargerð KSÍ segir að mikil vinna og greining hafi átt sér stað áður en tekin var ákvörðun um að spila á Spáni.

„Menn skoðuðu nokkra möguleika, í Skandinavíu og annars staðar. Þetta fór eftir því hvað var hagkvæmast og hvað hentaði best. Úr varð að við skoðum staði á Spáni, Portúgal og Skandinavíu. Það voru skoðaðar allar leiðir og niðurstaðan var sú að þetta var talinn besti staðurinn af þeim sérfræðingum sem tóku ákvörðunina. Þetta hentaði okkur best," sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í viðtali við Fótbolta.net nýlega.

„Auðvitað væri best að spila á Íslandi en við töldum þetta bestu lendinguna eins og staðan væri í dag. Það gengur ljómandi vel með Laugardalsvöll. Veðrið hefur hjálpað okkur. Við erum á áætlun. Það er verið að setja hitalagnirnar í. Þetta lítur ljómandi vel út."

Ísland mætir Kósovó í umspili um að spila í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið sem tapar verður í C-deild. Fyrri leikurinn fer fram í Pristina þann 20. mars og sá seinni á Estadio Enrique Roca í Murcia þremur dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner