Sparkspekingurinn Jamie Carragher segir það öruggt að Liverpool muni ekki selja Mohamed Salah í janúarglugganum.
Salah varpaði sprengju í viðtali eftir 3-3 jafnteflið gegn Leeds fyrr í þessum mánuði. Sagðist hann vera gerður að blóraböggli í slöku gengi liðsins og að leikurinn gegn Brighton gæti hafa verið hans síðasti.
Hann var ekki með gegn Inter í Meistaradeildinni nokkrum dögum eftir Leeds-leikinn en kom inn af bekknum gegn Brighton og lagði upp mark áður en hann hélt með Egyptum í Afríkukeppnina.
Stjórnarmenn sádi-arabísku deildarinnar hafa lengi haft áhuga á Salah og fóru þeir orðrómar aftur af stað eftir þetta uppátæki Salah, en eftir að Alexander Isak meiddist illa í sigrinum á Tottenham segir Carragher það ljóst að Salah verður áfram í Liverpool-borg.
Hann telur að ef Liverpool ætli sér að styrkja sóknarlínuna í janúarglugganum þá væri Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, góð lausn en hann getur spilað flestar sóknarstöðurnar og er með 65 milljóna punda klásúlu sem er í gildi fyrstu dagana í janúar.
„Eitt er alveg víst og það er að Mo Salah verður áfram hjá félaginu. Ég held líka að það séu ágætis líkur á að Harvey Elliott komi til baka frá Aston Villa.“
„Hvort Liverpool muni ná í framherja eða annan sóknarsinnaðan leikmann eins og Semenyo, sem félagið hefur verið orðað við, er stóra spurningin. Við vitum öll að hann er með klásúlu sem verður virk í janúar.“
„Síðan ertu með kantmennina í Salah og Gakpo sem hafa spilað marga leiki fremst á vellinum. Við erum með ungan Jayden Danns, en ég held að það er þannig sem þeir munu leysa þetta. Hér árum aáður þegar það voru mikil vandræði í varnarmannastöðunni þá fór félagið ekki bara á markaðinn og eyddi háum fjárhæðum í einhvern sem það vildi ekki fá.“
„Þannig þeir eru ekki að fara að kaupa framherja sem þeir hafa ekki áhuga á. Þannig að fá Semenyo væri mjög góð lausn í þessu máli, það er að segja ef félagið vill fá hann,“ sagði Carragher á Sky:
Athugasemdir


