Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FA-bikarinn: Arsenal ver ekki titil sinn
Southampton hafði betur gegn Arsenal.
Southampton hafði betur gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Southampton 1 - 0 Arsenal
1-0 Gabriel ('24 , sjálfsmark)

Arsenal er úr leik í enska FA-bikarnum eftir tap gegn Southampton á útivelli í dag.

Southampton byrjaði vel og þeir voru verðlaunir á 24. mínútu þegar Gabriel skoraði sjálfsmark eftir fyrirgjöf Kyle Walker-Peters.

Arsenal voru betri í seinni hálfleiknum en þeim fyrri en þeir náðu ekki að ógna mikið. Eddie Nketiah komst næst því að skora en Fraser Forster varði skot hans. Heilt yfir var þetta ekki skemmtilegur leikur og áttu bæði lið bara tvö skot á markið.

Lokatölur 1-0 fyrir Southampton sem mun mæta Wolves í næstu umferð bikarsins. Arsenal, sem vann þessa keppni á síðustu leiktíð, er hins vegar úr leik.

Að mati Alan Hutton, fyrrum bakvarðar Aston Villa og Tottenham, þá var þetta sanngjarn sigur. „Southampton var í góðum gír frá fyrstu mínútu... þeir fengu betri færi og áttu sigurinn fyllilega skilið. Þetta eru vonbrigði fyrir Arsenal, mér fannst þeir virkilega slakir," sagði Hutton í lýsingu sinni á BBC.

Sjá einnig:
Jón Daði byrjar á bekknum - Daníel fjarri góðu gamni
Athugasemdir
banner
banner
banner