Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 21:00
Aksentije Milisic
Musiala yngsti Englendingurinn sem hefur skorað í Meistaradeildinni
Musiala skorar í kvöld.
Musiala skorar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þessa stundina er í gangi leikur á milli Lazio og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu.

Þetta er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum og þegar þetta er skrifað leiða gestirnir með þremur mörkum gegn engu.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir í leiknum en það var hinn ungi Jamal Musiala sem tvöfaldaði forystuna fyrir Evrópumeistarana.

Með þessu marki varð Musiala yngsti Englendingurinn sem hefur skorað mark í Meistaradeild Evrópu. Musiala er ennþá 17 ára en hann verður 18 eftir þrjá daga.

Þetta var ekki eina metið sem Musiala var að setja en hann er einnig yngsti leikmaðurinn í sögu Bayern Munchen sem skorar í keppnisleik.

Þá varð hann á sama tíma næst yngsti leikmaðurinn í sögu útsláttarkeppninnar sem skorar. Bráðefnilegur leikmaður þarna á ferðinni sem hefur verið að fá tækifæri hjá Bayern upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner
banner