Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 11:22
Brynjar Ingi Erluson
Drátturinn í Evrópudeildina: Liverpool til Tékklands
Liverpool spilar við Sparta Prag
Liverpool spilar við Sparta Prag
Mynd: EPA
Leverkusen fer til Aserbaídsjan
Leverkusen fer til Aserbaídsjan
Mynd: Getty Images
Dregið var í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í Nyon í Sviss í dag en enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool mætir tékkneska liðinu Sparta Prag.

Liverpool mætir Sparta Prag í fyrsta sinn síðan tímabilið 2010-2011 en þá áttust liðin við í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Liverpool vann samanlagt, 1-0.

Brighton mætir sterku liði Roma á meðan Marseille spilar við Villarreal, sem vann keppnina tímabilið 2020-2021.

West Ham United mætir þýska liðinu Freiburg. West Ham vann Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð.

Lærisveinar Xabi Alonso í Bayer Leverkusen mæta Qarabag frá Aserbaídsjan, sem er að spila í fyrsta sinn í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Leikirnir verða spilaðir 7. og 14. mars.

Drátturinn:
Sparta Prag - Liverpool
Marseille - Villarreal
Roma - Brighton
Benfica - Rangers
Freiburg - West Ham
Sporting - Atalanta
Milan - Slavía Prag
Qarabag - Bayer Leverkusen
Athugasemdir
banner
banner
banner