
Rade Krunic var að skora annað mark Bosníu og Herzegóvínu gegn Íslandi og er staðan því 2-0.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
Íslenska liðið hefur verið arfaslakt varnarlega í dag en Krunic gerði fyrra markið á 14. mínútu eftir fyrirgjöf frá hægri.
Hann tvöfaldaði svo forystuna á 40. mínútu leiksins. Það var nákvæmlega sama uppskrift. Fyrirgjöf frá hægri og inn í teiginn, þar reyndi Smajl Prevljak skot sem fór af varnarmanni og fyrir Krunic sem skoraði með góðu skoti í vinstra hornið.
Íslenska liðið hafði verið að ógna stuttu áður og gerði sig líklegt til að jafna en nú er brekkan ansi brött. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Ja hérna hér.
— Rikki G (@RikkiGje) March 23, 2023
Ekki einn varnarmaður Íslands tekið ábyrgð í þessum leik. Skammarlegt
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 23, 2023
Átti einhver von á einhverju öðru?
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) March 23, 2023
Athugasemdir