fim 23. mars 2023 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári pirraður í hálfleik: Þetta er ótrúlegt og ég hef aldrei séð svona
Icelandair
Niðurlútir Íslendingar.
Niðurlútir Íslendingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bosníumenn fagna marki.
Bosníumenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er 2-0 undir í hálfleik gegn Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024. Að undankeppnin fari mjög illa af stað er vægt til orða tekið.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

Frammistaða íslenska liðsins hefur verið mjög léleg, og þá sérstaklega varnarlega.

„Þeir koma á blússandi siglingu út úr hliðunum fyrir utan að varnarnlínan situr eftir og fer í hina áttina. Þetta er ótrúlegt og ég hef aldrei séð svona," sagði Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, á Viaplay en hann var mjög pirraður.

„Í báðum mörkunum fá þeir að taka snertingu inn í teig. Menn verða að vera nálægt mönnum inn í teig. Þeir geta ekki verið 'reactive' á það sem er að fara að gerast. Þú verður að koma þér í betri stöðu þar sem þú getur ýtt honum út og snertingin verður léleg. Þetta er allt svo lint, allt svo vinalegt. Þetta er vitlaus talning og þetta er ekki gott."

Rúrik Gíslason, annar fyrrum landsliðsmaður, tók undir með Kára. „Við erum alltof langt frá mönnunum varnarlega. Þú verður að koma þér 'muscle' stöðu."

Kári segir að þessi varnarlína sé alltof passív og það vanti samskipta. „Þetta er ekki boðlegt," sagði Kári pirraður.

Barnalegt að vera með einn djúpan miðjumann
Bæði Kári og Rúrik settu út leikkerfið, það virki ekki fyrir íslenska landsliðið að vera með einn djúpan miðjumann á útivelli í Bosníu.

„Það er barnalegt að fara á útivöll á móti Bosníu og vera með einn djúpan miðjumann. Þetta er of erfitt fyrir einn mann... þróun er að finna besta liðið þitt og bestu varnarlínuna. Ég vona að öll vikan hafi farið í að drilla þessa varnarlínu. Þetta þarf að vera í lagi svo íslenska landsliðið nái árangri," sagði Kári.

„Við getum sleppt því að tala um liðsheild ef að hver og einn leikmaður er að verjast út um allan völl. Við verðum að verjast miklu, miklu betur sem lið," sagði Rúrik.

Kári sagði jafnframt að það vanti meiri vöðva í íslenska liðið í þennan leik, þetta væri í alltof mikilli léttivigt.

Seinni hálfleikurinn er framundan en staðan er alls ekki góð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner