Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   fim 23. mars 2023 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex: Hefur ekkert með uppleggið hjá þjálfurunum að gera
Komnir ofan í holu og tókst ekki að komast upp úr henni
Icelandair
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur, þetta var ekki góð byrjun hjá okkur, hittum ekki á dagsformið og gerum meiri kröfur á okkur sjálfa. Leiðinlegt að geta farið héðan með einhver stig," sagði Rúnar Alex, besti leikmaður Íslands, eftir 3-0 tap í Bosníu í kvöld.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Ég er alveg sammála því, á fyrstu 5-10 mínútunum eru komin nokkur færi þar sem ég þarf að hjálpa liðinu. Svo skora þeir grísamark, kannski á morgun eða hinn hefði þetta farið í varnarmann eða mig og í burtu. Þá væri þetta annar leikur. Þeir skora og þá er þetta hola sem við erum komnir ofan í og náum ekki að grafa okkur upp úr henni aftur."

Rúnari fannst liðið leita full lengi í löngu boltana. „Uppleggið var að vera öruggir fyrstu 10-15 mínúturnar og ætluðum að fara í langa bolta sem er skynsamlegt. En við sem lið hefðum átt að reyna spila aðeins meira aðeins fyrr og koma okkar færustu fótboltamönnum meira inn í leikinn. Það er erfitt fyrri góða fótboltamenn að vera bara að berjast. Það hefur ekkert með uppleggið hjá þjálfarateyminu að gera, bara við sem eigum að gera betur í því að koma þeim (færustu leikmönnunum) inn í leikinn."

„Það sést í seinni hálfleik, auðvitað eru þeir búnir að leggjast djúpt, en við höfum gæði til að stríða þeim. Við erum bara alltof seinir að byrja gera það."


Rúnar segir að andinn í klefanum hafi verið súr. „Við vitum að getum gert miklu betur, setjum miklar kröfur á okkur og viljum gera betur. Við viljum standa okkur vel til að búa til stemningu í kringum okkur. Það byrjar hjá okkur inná vellinum. Það er súrt að geta ekki byrjað undankeppni á annan hátt en að tapa 3-0. Auðvitað er þetta erfiður útivöllur en við komum hingað með það markmið að fá stig."

Markvörðurinn er ekki á því að þetta sé högg á trúna á að fara upp úr riðlinum. „Alls ekki, þetta var alltaf að fara verða erfiður leikur. Ef við vinnum fjóra leiki á heimavelli og tvo á útivelli þá erum við komnir með þessi átján stig sem við þurfum. Það eru ennþá níu leikir eftir, fimm af þeim heima," sagði Rúnar Alex að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner