Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 23. mars 2023 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex: Hefur ekkert með uppleggið hjá þjálfurunum að gera
Komnir ofan í holu og tókst ekki að komast upp úr henni
Icelandair
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur, þetta var ekki góð byrjun hjá okkur, hittum ekki á dagsformið og gerum meiri kröfur á okkur sjálfa. Leiðinlegt að geta farið héðan með einhver stig," sagði Rúnar Alex, besti leikmaður Íslands, eftir 3-0 tap í Bosníu í kvöld.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Ég er alveg sammála því, á fyrstu 5-10 mínútunum eru komin nokkur færi þar sem ég þarf að hjálpa liðinu. Svo skora þeir grísamark, kannski á morgun eða hinn hefði þetta farið í varnarmann eða mig og í burtu. Þá væri þetta annar leikur. Þeir skora og þá er þetta hola sem við erum komnir ofan í og náum ekki að grafa okkur upp úr henni aftur."

Rúnari fannst liðið leita full lengi í löngu boltana. „Uppleggið var að vera öruggir fyrstu 10-15 mínúturnar og ætluðum að fara í langa bolta sem er skynsamlegt. En við sem lið hefðum átt að reyna spila aðeins meira aðeins fyrr og koma okkar færustu fótboltamönnum meira inn í leikinn. Það er erfitt fyrri góða fótboltamenn að vera bara að berjast. Það hefur ekkert með uppleggið hjá þjálfarateyminu að gera, bara við sem eigum að gera betur í því að koma þeim (færustu leikmönnunum) inn í leikinn."

„Það sést í seinni hálfleik, auðvitað eru þeir búnir að leggjast djúpt, en við höfum gæði til að stríða þeim. Við erum bara alltof seinir að byrja gera það."


Rúnar segir að andinn í klefanum hafi verið súr. „Við vitum að getum gert miklu betur, setjum miklar kröfur á okkur og viljum gera betur. Við viljum standa okkur vel til að búa til stemningu í kringum okkur. Það byrjar hjá okkur inná vellinum. Það er súrt að geta ekki byrjað undankeppni á annan hátt en að tapa 3-0. Auðvitað er þetta erfiður útivöllur en við komum hingað með það markmið að fá stig."

Markvörðurinn er ekki á því að þetta sé högg á trúna á að fara upp úr riðlinum. „Alls ekki, þetta var alltaf að fara verða erfiður leikur. Ef við vinnum fjóra leiki á heimavelli og tvo á útivelli þá erum við komnir með þessi átján stig sem við þurfum. Það eru ennþá níu leikir eftir, fimm af þeim heima," sagði Rúnar Alex að lokum.
Athugasemdir
banner