
Orri Steinn Óskarsson var ekki lengi að jafna viðureign Íslands gegn Kósovó í úrslitaleik um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 3 Kósovó
Ísland tapaði fyrri leiknum 2-1 á útivelli og var Orri Steinn búinn að skora strax á 2. mínútu í dag. Staðan er því orðin 2-2 í einvíginu.
Orri er með fyrirliðaband Íslands í leiknum en Mergim Vojvoda varnarmaður Kósovó reif það af honum í aðdraganda marksins. Orri skoraði því og fagnaði án bandsins en hljóp aftur til baka að sækja það til að setja aftur á sig.
Orri skoraði með góðu viðstöðulausu skoti eftir hornspyrnu frá Alberti Guðmundssyni.
Athugasemdir