Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 23. apríl 2019 21:30
Arnar Helgi Magnússon
Óli Kristjáns: Þurfum að tala deildina upp en ekki niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru allt alvöru viðureignir en þessi kom á óvart," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir dráttinn í Mjólkurbikarnum í dag.

FH mætir Val í sannkölluðum stórleik á Hlíðarenda þann 1. maí.

„Þetta er bara spennandi. Við spiluðum síðast keppnisleik þann 30. mars, það hefur verið lítið um þá undanfarið. Það er bara frábært að fá Val í 32-liða úrslitum."

FH mætir nýliðum HK í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar sem að hefst á föstudag. Leikurinn í Krikanum er á laugardag klukkan 16:00.

„Það verður gaman að fá HK í Krikann. HK-ingar hafa verið að gera fína hluti í vetur. Þeir eru með góðan þjálfara og gott lið, þeir verða verðugir andstæðingar á laugardag. Það er mikil spenna í okkar herbúðum."

Ólafur segir erfitt að meta í hversu góðu standi leikmenn sínir séu í .

„Það er alltaf eitthvað smotterí hér og þar. Það er erfitt að segja nákvæmlega í hvaða standi liðið er þegar við spiluðum síðast keppnisleik 30. mars. Fyrst og fremst er bara tilhlökkun að komast loksins í gang og fara að gera eitthvað."

„Við þurfum að sparka í rassagatið á okkur hvað varðar það að kynna þessa deild og láta fólk vita að á Íslandi verði spilaður skemmtilegur fótbolti í sumar. Mér finnst þessi deild sjarmerandi og við þurfum að vera betra í því að tala hana upp heldur en niður," sagði Óli að lokum.

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner