Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 23. apríl 2019 21:30
Arnar Helgi Magnússon
Óli Kristjáns: Þurfum að tala deildina upp en ekki niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru allt alvöru viðureignir en þessi kom á óvart," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir dráttinn í Mjólkurbikarnum í dag.

FH mætir Val í sannkölluðum stórleik á Hlíðarenda þann 1. maí.

„Þetta er bara spennandi. Við spiluðum síðast keppnisleik þann 30. mars, það hefur verið lítið um þá undanfarið. Það er bara frábært að fá Val í 32-liða úrslitum."

FH mætir nýliðum HK í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar sem að hefst á föstudag. Leikurinn í Krikanum er á laugardag klukkan 16:00.

„Það verður gaman að fá HK í Krikann. HK-ingar hafa verið að gera fína hluti í vetur. Þeir eru með góðan þjálfara og gott lið, þeir verða verðugir andstæðingar á laugardag. Það er mikil spenna í okkar herbúðum."

Ólafur segir erfitt að meta í hversu góðu standi leikmenn sínir séu í .

„Það er alltaf eitthvað smotterí hér og þar. Það er erfitt að segja nákvæmlega í hvaða standi liðið er þegar við spiluðum síðast keppnisleik 30. mars. Fyrst og fremst er bara tilhlökkun að komast loksins í gang og fara að gera eitthvað."

„Við þurfum að sparka í rassagatið á okkur hvað varðar það að kynna þessa deild og láta fólk vita að á Íslandi verði spilaður skemmtilegur fótbolti í sumar. Mér finnst þessi deild sjarmerandi og við þurfum að vera betra í því að tala hana upp heldur en niður," sagði Óli að lokum.

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner