Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 23. apríl 2019 21:30
Arnar Helgi Magnússon
Óli Kristjáns: Þurfum að tala deildina upp en ekki niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru allt alvöru viðureignir en þessi kom á óvart," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir dráttinn í Mjólkurbikarnum í dag.

FH mætir Val í sannkölluðum stórleik á Hlíðarenda þann 1. maí.

„Þetta er bara spennandi. Við spiluðum síðast keppnisleik þann 30. mars, það hefur verið lítið um þá undanfarið. Það er bara frábært að fá Val í 32-liða úrslitum."

FH mætir nýliðum HK í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar sem að hefst á föstudag. Leikurinn í Krikanum er á laugardag klukkan 16:00.

„Það verður gaman að fá HK í Krikann. HK-ingar hafa verið að gera fína hluti í vetur. Þeir eru með góðan þjálfara og gott lið, þeir verða verðugir andstæðingar á laugardag. Það er mikil spenna í okkar herbúðum."

Ólafur segir erfitt að meta í hversu góðu standi leikmenn sínir séu í .

„Það er alltaf eitthvað smotterí hér og þar. Það er erfitt að segja nákvæmlega í hvaða standi liðið er þegar við spiluðum síðast keppnisleik 30. mars. Fyrst og fremst er bara tilhlökkun að komast loksins í gang og fara að gera eitthvað."

„Við þurfum að sparka í rassagatið á okkur hvað varðar það að kynna þessa deild og láta fólk vita að á Íslandi verði spilaður skemmtilegur fótbolti í sumar. Mér finnst þessi deild sjarmerandi og við þurfum að vera betra í því að tala hana upp heldur en niður," sagði Óli að lokum.

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner