Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 23. apríl 2024 18:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Lýðs: Kannski gerist eitthvað spennandi annað kvöld
Lék í æfingaleikjum með FH í vetur.
Lék í æfingaleikjum með FH í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson hefur verið án félags frá því að samningur hans við Grindavík rann út fyrir áramót. Miðjumaðurinn reynslumikli æfði með Val fyrir áramót og hefur æft með FH að undanförnu.

Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að Guðjón fengi ekki samning hjá FH.

Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og Fótbolti.net heyrði í Gauja varðandi stöðu mála.

„Ég er mjög rólegur, voða lítið að stressa mig á stöðunni. Ég er samningslaus og að meta stöðuna," segir Gaui. Hann hefur æft vel í vetur og er kominn í mjög gott stand.

Guðjón sagði fyrr í vetur að hann setti stefnuna á að spila í efstu deild og hugurinn hefur verið þar. „Þetta þarf að vera nógu spennandi svo ég stökkvi á það. Er í sjálfstæðum rekstri með góðum mönnum og nóg að gera. Síðustu daga hafa komið nokkrir kostir og hef ég verið að melta þá. Ég er þakklátur Heimi og FH fyrir að fá að æfa við top aðstæður og Ben styrktarþjálfari er orðinn nýr besti vinur. Ég efast ekki um að ég geti styrkt fullt af liðum og kannski gerist eitthvað spennandi annað kvöld," segir Gaui.
Athugasemdir
banner
banner
banner