„Ég er mjög glaður. Það stefndi í 1-1 en frammistaðan var þannig að maður var ótrúlega stoltur af liðinu. Auðvitað var þetta mark geggjað, mjög verðskuldað að mínu mati," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir dramatískan 2-1 sigur gegn nágrönnunum í Stjörnunni í kvöld.
„Ég hefði sagt það sama við þig ef þetta hefði endað 1-1. Mjög stoltur af liðinu og frábær frammistaða."
„Ég hefði sagt það sama við þig ef þetta hefði endað 1-1. Mjög stoltur af liðinu og frábær frammistaða."
Höskuldur Gunnlaugsson gerði sigurmarkið í blálokin með langskoti lengst fyrir utan.
„Ég hafði alltaf trúna. Markið sjálft, það var frábært skot frá Högga. Óli og Tobias voru mjög líklegir til að skora sigurmark líka. Það var mjög sætt að sjá hann liggja í horninu."
Þetta var alvöru fyrirliðaaugnablik hjá Höskuldi.
„Já, hann á nokkur svona kallinn. Maður hefur séð þetta áður," sagði Dóri.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir