Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 23. maí 2023 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Valladolid upp úr fallsæti eftir sigur á Barcelona

Valladolid 3 - 1 Barcelona
1-0 Andreas Christensen ('2 , sjálfsmark)
2-0 Cyle Larin ('22 , víti)
3-0 Gonzalo Plata ('73 )
3-1 Robert Lewandowski ('84 )


Valladolid vann gríðarlega mikilvægan sigur á spænsku meisturunum í Barcelona í kvöld.

Valladolid komst yfir strax á 2. mínútu þegar Andreas Christensen skallaði boltann í eigið net með miklum tilþrifum. Tuttugu mínútum síðar fékk Valladolid vítaspyrnu.

Kanadamaðurinn Cyle Larin skoraði af miklu öryggi framhjá Marc Andre Ter Stegen sem var að fá á sig sjötta markið í síðustu þremur leikjum. Hann hafði fengið á sig 11 mörk í síðustu 33 leikjum fyrir það.

Ter Stegen var tekinn af velli í hálfleik fyrir Inaki Pena sem fékk á sig þriðja markið þegar skammt var til leiksloka. Robert Lewandowski tókst að klóra í bakkann en nær komst Barcelona ekki.

Ter Stegen var nálægt því að jafna met Petr Cech sem fékk á sig 15 mörk hjá Chelsea tímabilið 2004/05 en nú er ljóst að það er úr sögunni.

Villarreal er þremur stigum frá fallsæti þegar liðið á tvo leiki eftir en Getafe er í sætinu fyrir neðan en á þrjá leiki eftir.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
11 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner