Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. júní 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milan búið að fá einn og skoðar að fá þrjá aðra frá Chelsea
Búið að semja við Milan?
Búið að semja við Milan?
Mynd: Getty Images
AC Milan er áfram með augastað á þremur leikmönnum Chelsea. Það er Sky á Ítalíu sem greinir frá því.

Milan keypti Fikaoy Tomori af Chelsea eftir síðasta tímabil og hefur félagið sýnt áhuga á Olivier Giroud og Hakim Ziyech.

Horft er í Ziyech sem góðan kost í að koma inn í lið Milan í stað Hakan Calhanoglu sem fór til Inter í gær. Milan horfir einnig til þeirra Cengiz Under (Leicester), Thomas Lemar (Atletico Madrid) og James Rodriguez (Everton) sem möguleika í sömu stöðu.

Ítalskir miðlar greina frá því að umboðsmaður Giroud hafi þegar náð samkomulagi við AC Milan um að gera tveggja ára samning við félagið. Giroud fengi um 3,5 milljónir evra í árslaun.

Loks er Milan sagt hafa áhuga á að fá Tiemoue Bakayoko aftur til félagsins. Bakayoko lék með Milan tímabilið 2018/19 en hefur síðan verið á láni hjá Mónakó og Napoli. Samningur Bakayoko við Chelsea rennur út sumarið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner