Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   sun 23. júní 2024 05:55
Sölvi Haraldsson
EM í dag - Úrslitin ráðast í A-riðli
Mynd: EPA

Evrópumótið í Þýskalandi er í fullu fjöri þar sem annarri umferð mótsins lauk í gær. 


Í kvöld fara tveir fyrstu leikirnir fram í lokaumferð riðlakeppninnnar áður en úrslitakeppnin hefst. En núna verður einungis spilað á kvöldin og klukkan 16:00.

Gestgjafarnir í Þýskalandi mæta Svisslendingum klukkan 19:00 þar sem bæði lið geta komist upp úr riðlinum með jafntefli. Þýskaland eru með fullt hús stiga á toppnum, og komnir upp úr riðlinum, á meðan Sviss eru í 2. sæti riðilsins með fjögur stig.

Skotland og Ungverjaland eigast einnig við á sama tíma. Bæði lið þurfa sigur þar sem jafntefli nægir þeim ekki til að eiga séns að komast upp úr riðlinum.

Staðan í A-riðli er þannig að með jafntefli í leik Þýskalands og Sviss fara þau lið beint upp úr riðlinum. Annað liðið í leik Skotlands og Ungverjalands þurfa sigur til að eiga möguleika að komast upp úr riðlinum.

EM A riðill

19:00 Sviss - Þýskaland

19:00 Skotland - Ungverjaland


Athugasemdir
banner
banner