Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   sun 23. september 2018 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Jóns gaf syni Jóa Kalla metið sitt
Ísak Bergmann í leiknum í gær.
Ísak Bergmann í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær yngsti leikmaður í sögu meistaraflokks karla hjá ÍA.

Ísak er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara ÍA og hefur æft og spilað með 2. flokki liðsins sem Sigurður Jónsson aðstoðarþjálfari liðsins stýrir.

Ísak Bergmann setti metið í gær 15 ára og 182 daga gamall og bætir með Sigurðar sjálfs sem var 15 ára og 300 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍA árið 1982

Orðrómur var uppi um að Sigurður hafi pressað á Jóhannes Karl að tefla fram syni sínum svo hann tæki af sér sitt eigið met. Fótbolti.net spurði Jóhannes Karl út í þetta eftir leikinn í gær, hann svaraði ekki beint en sagði:

„Ég á engin orð til að lýsa Sigurði Jónssyni í því starfi sem hann hefur unnið fyrir félagið,"sagði Jóhannes Karl.

„Það endurspeglast í því hvað hann óskar strákunum sem hann er að vinna með innilega að þeir standi sig vel. Við sem skagamenn eigum að vera rosalega þakklátir fyrir það starf sem Siggi hefur unnið fyrir félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner