Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 23. september 2021 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Dagur með stórleik - Arnór Ingvi lagði upp
Jón Dagur
Jón Dagur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi
Arnór Ingvi
Mynd: Getty Images
Íslendingar léku um allan heim í nótt og í kvöld.

Dannmörk

Jón Dagur Þorsteinsson átti stórleik er AGF mætti BK Frem í danska bikarnum í dag. Leiknum lauk með 3-0 sigri AGF og Jón Dagur skoraði eitt og lagði upp annað. Mikael var ekki í hóp.

Horsens og Silkeborg mættust í Íslendingaslag í bikarnum. Ágúst Hlynson lék allan leikinn fyrir Horsens en Aron Sigurðarson lék 20 mínútur. Stefán Teitur Þórðarson lék síðari hálfleikinn fyrir Silkeborg. Horsens sigraði 3-2.

Bandaríkin

Arnór Ingvi Traustason lék í klukkutíma fyrir New England Revolution sem vann 3-2 sigur á Chicago Fire í nótt. Arnór lagði upp fyrsta mark leiksins. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City í grannaslag er liðið heimsótti New York Redbulls. leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Svíþjóð

Jón Guðni Fjóluson sat allan tíman á varamannabekk Hammarby í 3-0 sigri liðsins á Gautaborg. Kolbeinn Sigþórsson var ekki með Gautaborg í kvöld.

Rúmenía

Rúnar Már Sigurjónsson var á bekknum er Cluj féll úr leik í bikarnum eftir 1-0 tap gegn Craiova í kvöld.

Holland

Albert Guðmundsson lék allan leikinn í 3-1 tapi AZ Alkmaar á útivelli gegn Twente. Alkmaar er aðeins með 3 stig eftir 5 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner