Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. september 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin um helgina - Þurfum greiða frá Albönum
Albanía spilar við Ísrael í B-deildinni
Albanía spilar við Ísrael í B-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjóðadeild UEFA er spiluð um helgina en Íslendingar fylgjast einna helst með leik Ísrael og Albaníu í B-deildinni enda ýmislegt í húfi.

Ísland spilar með Albaníu og Ísrael í riðli í B-deildinni. Eins og staðan er núna er Ísrael í efsta sæti með 5 stig, Ísland í öðru með 3 stig og Albanía í þriðja með 1 stig.

Til að Ísland eigi möguleika á að komast aftur upp í A-deild þá þarf Albanía að minnsta kosti að taka stig af Ísrael í leiknum. Sigur væri auðvitað besta lausnin, en þá þarf Ísland sigur gegn Albaníu. Ef leikur Albaníu og Ísrael endar jafn þá þarf Ísland að skora að minnsta kosti tvö mörk og vinna leikinn.

Þá eru margir aðrir spennandi leikir á dagskrá í öllum deildum en þá má sjá hér fyrir neðan. Holland og Belgía spila meðal annars um sæti í úrslitakeppni A-deildar og þá eiga Frakkar í hættu á að fara í niður í B-deildina.

Leikir helgarinnar:

A-deild
18:45 Þýskaland - Ungverjaland
18:45 Ítalía - England

B-deild
18:45 Bosnia Herzegovina - Montenegro
18:45 Finnland - Rúmenía

C-deild
16:00 Georgia - Norður Makedónía
18:45 Bulgaria - Gibraltar

D-deild
16:00 Eistland - Malta

laugardagur 24. september

A-deild
18:45 Tékkland - Portúgal
18:45 Spánn - Sviss

B-deild
13:00 Armenia - Úkraína
16:00 Slovenia - Noregur
18:45 Skotland - Írland
18:45 Israel - Albanía
18:45 Serbía - Svíþjóð

C-deild
16:00 Norður Írland - Kósóvó
18:45 Kýpur - Grikkland

sunnudagur 25. september

A-deild
18:45 Austurríki - Króatía
18:45 Danmörk - Frakkland
18:45 Holland - Belgía
18:45 Wales - Pólland

C-deild
16:00 Slóvakía - Hvíta Rússland
16:00 Azerbaijan - Kasakstan
18:45 Færeyjar - Tyrkland
18:45 Luxembourg - Litháen

D-deild
13:00 Andorra - Lettland
13:00 Moldova - Liechtenstein
Athugasemdir
banner
banner
banner