Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 23. október 2021 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
King: Ég fékk ekki tækifæri hjá Everton
Mynd: EPA
Norski framherjinn Joshua King skoraði þrennu er nýliðar Watford komu til baka gegn Everton og unnu stórsigur eftir að hafa lent undir.

Everton var 2-1 yfir þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum en lokatölur urðu 2-5 fyrir Watford.

Það vekur athygli að King gekk í raðir Everton í janúar en fékk lítið af tækifærum og skipti yfir til Watford í sumar.

„Ég fékk ekki tækifæri hjá Everton. Þegar fólk efast um mann þá hefur maður eitthvað til að sanna og þannig var það í dag," sagði King.

„Ég vaknaði og hugsaði að í dag þyrfti ég að vera uppá mitt besta. Ég bjóst kannski ekki við þrennu."
Athugasemdir
banner