Ítalska félagið Roma fékk nokkuð óvæntan skell gegn norsku meisturunum í Bodö/Glimt síðasta fimmtudagskvöld.
Liðin áttust við í Sambandsdeild UEFA. Það fór þannig að Bodö/Glimt vann 6-1 sigur - hvorki meira né minna.
Liðin áttust við í Sambandsdeild UEFA. Það fór þannig að Bodö/Glimt vann 6-1 sigur - hvorki meira né minna.
Sjá einnig:
Valtaði yfir átrúnaðargoð sitt - „Alvöru íslensk stoðsending"
Eftir að Alfons Sampsted og félagar völtuðu yfir Roma, þá er ítalska félagið komið í hóp með Fram og fleiri ágætum félögum víða um Evrópu.
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Giuseppe Pastore tekur það saman að Roma sé núna í hópi með Fram, Olimpija Riga, Kauno Zalgiris, Domzale, Helsingborg, Runavik, Santos Tartu, Ventspils, Ekranas, Grevenmacher og Carmarthen Town.
Þetta eru allt félög sem hafa fengið á sig sex mörk í Evrópuleik gegn félagi frá Noregi.
Fram fékk á sig sex mörk í 6-0 tapi gegn Start árið 1977 í Evrópukeppni félagsliða. Það einvígi tapaðist 8-0.
La #Roma entra nel ristretto club delle squadre che hanno preso 6 gol in Norvegia, un club composto anche da Fran Reykjavik, Olimpija Riga, Kauno Zalgiris, Domzale, Helsingborg, Runavik, Santos Tartu, Ventspils, Ekranas Panevezys, Grevenmacher e Carmarthen Town.
— Giuseppe Pastore (@gippu1) October 21, 2021
Athugasemdir