Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. október 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roma bætist í hóp með Fram og fleiri félögum
Fram tapaði 6-0 gegn Start árið 1977.
Fram tapaði 6-0 gegn Start árið 1977.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska félagið Roma fékk nokkuð óvæntan skell gegn norsku meisturunum í Bodö/Glimt síðasta fimmtudagskvöld.

Liðin áttust við í Sambandsdeild UEFA. Það fór þannig að Bodö/Glimt vann 6-1 sigur - hvorki meira né minna.

Sjá einnig:
Valtaði yfir átrúnaðargoð sitt - „Alvöru íslensk stoðsending"

Eftir að Alfons Sampsted og félagar völtuðu yfir Roma, þá er ítalska félagið komið í hóp með Fram og fleiri ágætum félögum víða um Evrópu.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Giuseppe Pastore tekur það saman að Roma sé núna í hópi með Fram, Olimpija Riga, Kauno Zalgiris, Domzale, Helsingborg, Runavik, Santos Tartu, Ventspils, Ekranas, Grevenmacher og Carmarthen Town.

Þetta eru allt félög sem hafa fengið á sig sex mörk í Evrópuleik gegn félagi frá Noregi.

Fram fékk á sig sex mörk í 6-0 tapi gegn Start árið 1977 í Evrópukeppni félagsliða. Það einvígi tapaðist 8-0.


Athugasemdir
banner
banner