Túnis 3 - 1 Úganda
1-0 Ellyes Skhiri ('10 )
2-0 Elias Achouri ('40 )
3-0 Elias Achouri ('64 )
3-1 Denis Omedi ('90 )
1-0 Ellyes Skhiri ('10 )
2-0 Elias Achouri ('40 )
3-0 Elias Achouri ('64 )
3-1 Denis Omedi ('90 )
Túnis vann sannfærandi 3-1 sigur á Úganda í 1. umferðinni í riðlakeppni Afríkukeppninnar á Ólympíuleikvanginum í Rabat í Marokkó í kvöld.
Ellyes Skhiri, leikmaður Eintracht Frankfurt, kom Túnis yfir á 10. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu og bætti Elias Achouri við öðru á 40. mínútu með frábæru viðstöðulausu skoti úr teignum eftir enn flottari undirbúning frá Ali Abdi sem sneri af sér varnarmanninn og gaf boltann fyrir á Achouri sem gerði síðan rest.
Achouri gerði annað mark sitt á 64. mínútu. Salim Magoola varði skot út á Achouri sem nýtti frákastið.
Í uppbótartíma minnkuðu Úganda-menn muninn með marki Denis Omedi, þó með smá hjálp. Túnis náði ekki að hreinsa frá fyrirgjöf frá hægri og skaut Omedi boltanum í varnarmann Túnis og þaðan breytti boltinn um stefnu og hafnaði upp í samskeytunum.
Túnis tekur toppsæti C-riðils, með betri markatölu en Nígería, en þjóðirnar mætast einmitt í næstu umferð á meðan Úganda mætir Tansaníu.
Athugasemdir


