Manchester City er að vinna hörðum höndum að því að landa Antoine Semenyo frá Bournemouth og er útlit fyrir að það verði næsti áfangastaður kappans en þetta segir Fabrizio Romano á X í kvöld.
Man City hefur sett allt púður í að fá Semenyo á síðustu tólf tímum og er Hugo Viana, yfirmaður íþróttamála hjá Man City, búinn að vera í reglulegu sambandi við föruneyti leikmannsins.
Samkvæmt Romano er Man City að vinna í því að ganga frá kaupum á honum á næstu dögum.
Segir hann að Man City sé fyrsti kostur Semenyo. Manchester United reyndi að fá hann en varð undir í baráttunni. Chelsea og Tottenham eru einnig úr leik í kapphlaupinu um hann.
Englandsmeistarar Liverpool höfðu samband í nóvember en hafa ekki fylgt því eftir. Félagið hefur fylgst með stöðunni síðustu daga, en ekki er útlit fyrir að það muni reyna að veita Man City samkeppni um ganverska landsliðsmannsins.
Semenyo er 25 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem hefur komið að 43 mörkum í 106 leikjum með Bournemouth í öllum keppnum síðan hann kom frá Bristol City fyrir tveimur árum.
Athugasemdir


