Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Conte skilur ekkert í Man Utd - „Hlýtur að vera ástæða fyrir þessu“
Höjlund og McTominay hafa verið frábærir með Napoli og þá er Marcus Rashford búinn að vera góður með Barcelona
Höjlund og McTominay hafa verið frábærir með Napoli og þá er Marcus Rashford búinn að vera góður með Barcelona
Mynd: EPA
Antonio Conte og lærisveinar hans í Napoli fögnuðu Ofurbikarstitlinum í Riyadh í Sádi-Arabíu í gær en hann hrósaði þeim Rasmus Höjlund og Scott McTominay sem komu báðir frá Manchester United.

McTominay kom til Napoli frá United á síðasta ári og var lykilmaður er ítalska liðið vann deildina.

Hann var ekki fastamaður undir Erik ten Hag og þá missti Rasmus Höjlund sæti sitt í liðinu áður en hann var lánaður til Napoli í sumar með kaupskyldu ef Napoli kemst í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Þeir hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Napoli, en Conte veltir því fyrir sér af hverju United gat ekki notað þessa leikmenn, eða hreinlega hvort liðið hafi ekki vitað hvernig ætti að nota þá.

„Núna eru allir að tala um Höjlund og McTominay. Ég ætla að minna ykkur á það að þeir voru ekki að fá að spila hjá Manchester United,“ sagði Conte.

„Þið þurfið að spyrja ykkur spurninga. Ég og þjálfarateymi mitt hljótum að hafa gert eitthvað rétt. Það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu,“ sagði hann enn fremur.

Það eru fleiri dæmi um að leikmenn Man Utd hafi farið annað og gert vel. Marcus Rashford er að standa sig frábærlega hjá Barcelona og þá er Anthony einn af lykilmönnum Real Betis á Spáni
Athugasemdir
banner