Sænski sóknarmaðurinn Rasmus Wiedesheim-Paul segir að það sé áhugi á sér frá Íslandi eftir að hann átti gott tímabil í sænsku B-deildinni.
Wiedesheim-Paul er 26 ára gamall og er samningsbundinn Halmstad en hann lék síðast með Oddevold á láni í B-deildinni í Svíþjóð. Þar skoraði hann 13 mörk fyrir liðið sem endaði í fjórða sæti.
Wiedesheim-Paul er 26 ára gamall og er samningsbundinn Halmstad en hann lék síðast með Oddevold á láni í B-deildinni í Svíþjóð. Þar skoraði hann 13 mörk fyrir liðið sem endaði í fjórða sæti.
Samningur Wiedesheim-Paul hjá Halmstad klárast um áramótin og það er ólíklegt að hann framlengi þar.
Það hefur verið áhugi á honum úr sænsku B-deildinni en hann stefnir hærra en það. Einnig var áhugi frá Asíu og Íslandi sem hann segist ekki spenntur fyrir.
„Það var áhugi frá Asíu og líka frá Íslandi, en ég var ekki sérlega spenntur fyrir því," sagði Wiedesheim-Paul við FotbollTransfers.
Wiedesheim-Paul var á mála hjá Rosenborg í Noregi frá 2020 til 2024 en það er ekki útlit fyrir að næsta skref hans verði til Íslands.
Athugasemdir



